Fara í efni

Húsavíkurbær gerir þjónustusamning við Þekkingu.

Húsavíkurbær hefur ákveðið að ganga til samninga við Þekkingu hf. um heildarumsjón tölvumála Húsavíkurbæjar. Nokkur nýbreytni felst í fyrirkomulagi því sem fyrir valinu varð og eru aðilar með þessu að stíga stórt skref til hagræðingar þar sem þó er fyllsta öryggis og gæðasjónarmiða gætt.

Húsavíkurbær hefur ákveðið að ganga til samninga við Þekkingu hf. um heildarumsjón tölvumála Húsavíkurbæjar. Nokkur nýbreytni felst í fyrirkomulagi því sem fyrir valinu varð og eru aðilar með þessu að stíga stórt skref til hagræðingar þar sem þó er fyllsta öryggis og gæðasjónarmiða gætt.

Húsavíkurbær hefur ákveðið að ganga til samninga við Þekkingu hf. um heildarumsjón tölvumála Húsavíkurbæjar. Nokkur nýbreytni felst í fyrirkomulagi því sem fyrir valinu varð og eru aðilar með þessu að stíga stórt skref til hagræðingar þar sem þó er fyllsta öryggis og gæðasjónarmiða gætt.

Samkomulag hefur verið gert við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga um leigu á aðstöðu í fullkomnu tölvurými þar. Allur miðlægur tölvu- og tæknibúnaður verður staðsettur þar og fara gagnaflutningar m.a. fram um ljósleiðara sem Orkuveita Húsavíkur mun leggja þangað frá stofnunum bæjarins. Á sama tíma munu fara fram nokkrar breytingar á högun og virkni tölvukerfanna, m.a. verður tekið í notkun nýtt Navision bókhaldskerfi.

Þekking hefur haft umsjón með tölvumálum Borgarhólsskóla í samstarfi við tölvuumsjónarmann þar með góðum árangri frá 2003. Mikil uppbygging hefur farið þar fram á undanförnum árum sem að nokkru leiti er höfð til hliðsjónar við nýjan samstarfsgrundvöll aðilanna. Gott og traust samstarf hefur myndast í samvinnu Þekkingar og Húsavíkurbæjar, sem vonandi mun eflast enn frekar með tilkomu þessa samnings.

Mikil hagræðing næst með þessu breytta fyrirkomulagi auk þess sem vænta má mun betri tæknilausna og aukins hraða á tölvukerfum sveitarfélagsins.

Í framhaldinu verður unnin aðgerðaráætlun varðandi uppbyggingu og innleiðingu þessa nýja fyrirkomulags.