Fara í efni

Húsavíkurhátíð

Árið 870 sigldi sænskur víkingur að nafni Garðar Svavarsson umhverfis Ísland og uppgötvaði fyrstur manna að það var eyja. Garðar hafði vetursetu á Húsavík en sigldi utan um vorið. Fylgdarmaður hans, Náttfari settist að á Íslandi og er samkvæmt heimildum fyrsti landnámsmaðurinn.Árið 870 sigldi sænskur víkingur að nafni Garðar Svavarsson umhverfis Ísland og uppgötvaði fyrstur manna að það var eyja. Garðar hafði vetursetu á Húsavík en sigldi utan um vorið. Fylgdarmaður hans, Náttfari settist að á Íslandi og er samkvæmt heimildum fyrsti landnámsmaðurinn.
Dagana 24. til 30. júlí 2006 verður haldin Húsavíkurhátíð: Mærudagar & Sænskir dagar. Tilgangur hátíðarinnar er að standa fyrir dagskrá sem vísar til menningarsögu svæðisins og auðga þá menningartengdu ferðaþjónustu sem fyrir er á svæðinu. Enn fremur að vera eftirtektarvert innlegg í flóru menningarviðburða á Norðurlandi með því að höfða til Húsvískra fjölskyldna nær og fjær, sem og innlendra og erlendra ferðamanna.
Þess má geta að aðeins þarf að greiða fyrir fyrstu nóttina á Tjaldsvæði Húsavíkur og því tilvalið fyrir fjölskyldufólk að staldra við og upplifa húsvíska menningu.
 
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra mun setja Sænska daga með formlegum hætti í Safnahúsinu á Húsavík mánudaginn 24. júlí kl. 17:00. Sendiherra Svíþjóðar, Madeleine Ströje-Wilkens mun ávarpa samkomuna en sendiráðið hefur átt stóran þátt í að gera Sænska daga á Húsavík að veruleika.
Þá mun forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson opna formlega sænska glerlistasýningu sem er hluti af gjöf Svíakonungs til Íslands árið 2004.
 
Meðal annarra viðburða hátíðarinnar má nefna siglinganámskeið fyrir börn, sirkusnámskeið fyrir börn og unglinga, listasmiðju þar sem steyptir eru munir til nota í garðinum, landnámssigling & grill í Náttfaravíkum, tívolí, fjölbreytt tónlistaratriði alla vikuna, sænsk harmonikkutónlist, brenna og flugeldasýning, fyrirlestrar fjölbreytts efnis, briddskvöld, sænsk sögustund fyrir börn, hraðfiskimót, leiksýningar, marimbatónlist, bílasýning og bifhjólasýning, hundasýning, spákonur, miðnætursigling, diskóbandið The Hefners, sænskur matseðill á veitingastaðnum Gamla Bauk við höfnina, hjólakeppni, gokart, útimarkaður, dansleikur með Ínu Idol og hljómsveit, hrútasýning, fótboltamót, vísnakvöld Kveðanda og margt, margt fleira.
Fjölbreytt og skemmtileg vikulöng dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskrá Húsavíkurhátíðar má nálgast hér
 
Verið velkomin til Húsavíkur.