Húsavíkurhátíðin hafin
25.07.2006
Tilkynningar
Húsavíkurhátíðin formlega sett í Sjóminjasafninu í gær.
Forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson setti hátíðina. Um leið opnaði hann sýningu í Safnahúsinu á sænskri
glerlist, listaverkum sem eru í eigu Hönnunarsafns Íslands. Þá tóku einnig til máls sendiherra Svía á Íslandi, fulltrúi
vinabæjar Húsavíkur í Svíþjóð ofl. auk þess sem flutt voru skemmtiatriði.Húsavíkurhátíðin formlega sett í Sjóminjasafninu í gær.
Forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson setti hátíðina. Um leið opnaði hann sýningu í Safnahúsinu á sænskri
glerlist, listaverkum sem eru í eigu Hönnunarsafns Íslands. Þá tóku einnig til máls sendiherra Svía á Íslandi, fulltrúi
vinabæjar Húsavíkur í Svíþjóð ofl. auk þess sem flutt voru skemmtiatriði.
Einnig ákvað utanríkisráðuneyti Svíþjóðar að stofna sænska ræðisskrifstofu á Húsavík.
Þórunn Harðardóttir hefur verið skipuð heiðursræðismaður fyrir sveitarfélögin Norðurþing og Akureyri og hafa íslensk
stjórnvöld veitt samþykki fyrir að Þórunn gegni því starfi.
Þórunn er fædd árið 1978. Hún hefur B.Sc. í viðskiptafræði, ferðaþjónustusviði frá Háskólanum
á Akureyri og hefur einnig stundað nám við háskóla í Stokkhólmi og Kalmar í Svíþjóð. Hún starfar nú
við fyrirtækið Norðursiglingu á Húsavík.
Svíþjóð hefur rúmlega 400 ræðisskrifstofur í fleiri en 130 löndum. Á Íslandi er Svíþjóð jafnframt
með ræðismenn á Seyðisfirði, Siglufirði og í Vestmannaeyjum.