Fara í efni

Húsavíkurstofa: Langtímasamband við Norðurþing í höfn og nýr forstöðumaður

Síðastliðin tvö og hálft ár hefur Húsavíkurstofa verið með starfandi forstöðumann. Í þann tíma hefur stofan fengið styrki frá Norðurþingi, en alltaf eitt ár í senn. Í sumar náðist sá ánægjulegi árangur að Norðurþing og Húsavíkurstofa gerðu með sér samning til þriggja ára. Það gefur Húsavíkurstofu tækifæri á því að setja starfið í betri farveg ásamt því að gera langtímaáætlanir og setja af stað verkefni til lengri tíma. Ný stjórn Húsavíkurstofu frá því í vor hefur verið að undirbúa og marka framhald stofunnar til lengri tíma. Mörg verkefni hafa verið í umræðunni, meðal annars; markaðssetning Húsvaíkur utan háannatíma, eftirfylgni verkefna tengdum Eurovision kvikmyndinni, hvernig nýta á betur göngu- og hjólastíga bæjarins, ásamt fleiru.

Húsavíkurstofa hefur einnig ráðið nýjan forstöðumann, Björgvin Inga Pétursson

Björgvin hefur sinnt margvíslegum störfum. Hann starfaðu áður hjá Geosea þar sem hann sá um samfélagsmiðla ásamt ýmsu öðru. Í sumar starfaði hann hjá Gamla Bauk þar sem hann var veitingastjóri. 
Hns bakgrunnur er fjölbreyttur, hann var verslunarstjóri í fiskverslun Hafsins og vann þar í mörg ár. Þar sá hann um allt sem sneri að rekstri og markaðssetninu.
Björgvin er með mastersgráðu í markaðsfræðum ofan á viðskiptafræðigráðu í grunninn. Hann sótti skiptinám erlendis og sá þá t.d. um samfélagsmiðla fyrir fyrirtæki eins og Lindex og Victorias Secret. Björgvin á sér líka fortíð í tónlistarheiminum og var meðlimur í hljómsveitinni Jakobínurínu. Með þeim rútaði hann víðsvegar um Evrópu eftir að hafa sigrað Músíktilraunir. 

Skrifstofa nýs forstöðumanns er á 2. hæð að Garðarsbraut 5 og er öllum velkomið að kíkja í kaffi.