Húsnæðisbætur í stað húsaleigubóta
Húsnæðisbætur í stað húsaleigubóta |
Þann 1. janúar 2017 munu ný lög um húsnæðisbætur taka gildi og Greiðslustofa húsnæðisbóta tekur við því hlutverki að greiða húsnæðisbætur fyrir landið allt. Þá er einnig búið að opna heimasíðu með upplýsingum og reiknivél fyrir húsnæðisbætur: Sérstakur húsnæðisstuðningur - nýbreytni. Í leiðbeinandi reglum frá ráðuneyti húsnæðismála segir: „Sveitarfélög skulu veita foreldrum eða forsjáraðilum 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili húsnæðisstuðning. Stuðningurinn skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjármanna og ekki yfir 75 % af húsnæðiskostnaði vegna leigunnar“. Jafnframt segir í leiðbeinandi reglunum „Jafnframt er það nýmæli í lögum að sveitarfélög skuli veita foreldrum eða forsjáraðilum 15-17 ára barna, sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili, húsnæðisstuðning“.
Umsóknir um slíkan stuðning þurfa að berast til Félagsþjónustu Norðurþings. Einungis foreldrar/forsjáraðilar geta sótt um slíkar bætur fyrir hönd barna sinna. Allar nánari fyrirspurnir varðandi sérstakar húsnæðisbætur skulu berast til Díönu Jónsdóttur, diana@nordurthing.is eða í síma 4646100.
|