Húsvíkingar á toppnum
Við útskrift Viðskiptaháskólans á Bifröst s.l. laugardag voru þær Guðrún Árnadóttir (Dúna), og Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, sem nú nýlega unnu verkefni í samstarfi við Húsavíkurbæ og frá var greint hér á heimasíðunni, heiðraðar fyrir framúrskarandi námsárangur á fyrstu tveimur árum til BS prófs í viðskiptafræði.
Við útskrift Viðskiptaháskólans á Bifröst s.l. laugardag voru þær Guðrún Árnadóttir (Dúna), og Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, sem nú nýlega unnu verkefni í samstarfi við Húsavíkurbæ og frá var greint hér á heimasíðunni, heiðraðar fyrir framúrskarandi námsárangur á fyrstu tveimur árum til BS prófs í viðskiptafræði. Dúna var með hæstu meðaleinkunn og hlaut að launum styrk að upphæð kr. 410.000 og Guðrún Björg var með þriðju hæstu meðaleinkunn og hlaut hún styrk að upphæð kr. 205.000. Um leið og þeim er óskað til hamingju með árangurinn er ástæða til að benda á að þessi frábæri árangur þeirra eykur raunhæft gildi umræddra verkefna og gerir fjárfestingu bæjarins í þeim ennþá verðmætari en ella.