Fara í efni

Hvað á leikskólinn að heita?

Á heimasíðu leikskólans Bestabæjar er í gangi skoðanakönnun um nafn á nýjan leikskóla. Nú eru unnið að stækkun Bestabæjar og verður nýr og stærri leikskóli opnaður þar í haust ásamt því sem starfsemi leikskólans í Bjarnarhúsi verður hætt. Af því tilefni hefur verið ákveðið að finna nýtt nafn á leikskólann.

Á heimasíðu leikskólans Bestabæjar er í gangi skoðanakönnun um nafn á nýjan leikskóla. Nú eru unnið að stækkun Bestabæjar og verður nýr og stærri leikskóli opnaður þar í haust ásamt því sem starfsemi leikskólans í Bjarnarhúsi verður hætt. Af því tilefni hefur verið ákveðið að finna nýtt nafn á leikskólann.

Á heimasíðu Bestabæjar má sjá fréttir og myndir frá framkvæmdum. Þau nöfn sem eru í boði í könnunni eru: Krubbur (Vísar í fjall fyrir ofan Húsavík). Hólmi (Vísar í hólmann í Búðaránni). Holt (Á Holti bjó hún Gunna gamla og hennar starf var oftar en ekki að kenna ungum börnum á Húsavík að læra lestur). Nýibær (Hús sem stóð á Torginu). Grænuvellir (Leikskólinn sem stóð við Búðaránna áður en Bestibær tók til starfa hét þessu nafni)

Nú er bara að fara á heimasíðu leikskólans og taka þátt í könnunni. Vefslóðin er: http://bestibaer.nordurthing.is/