Fara í efni

Hvatning sveitarstjóra til íbúa Norðurþings vegna COVID-19

Hvatning sveitarstjóra til íbúa Norðurþings vegna COVID-19

Í ljósi fjölgunar á COVID-19 smitum í okkar nærsamfélagi vill sveitarstjóri hvetja íbúa og aðra í Norðurþingi og nágrenni að huga vel að persónubundnum sóttvörnum og gæta að nálægðarmörkum í öllum samskiptum.

Stjórnsýsluhús Norðurþings eru opin eins og venjulega en íbúar og aðrir sem sækja þurfa þjónustu eru hvattir til að nýta sér símaþjónustu eins og mögulegt er í síma 464 6100.

Starfsemi í sveitarfélaginu er almennt í hefðbundnum farvegi og er stefnan að halda því eins og mögulegt er en slíkt tekur þó ætíð mið af fjölda þeirra sem þurfa í einangrun eða sóttkví á komandi vikum.

Sýnum samstöðu og gætum að sjálfum okkur og næsta manni, þannig komumst við í gegnum þetta, það höfum við sýnt áður.

 

Með bestu óskum um gleðilegt nýtt ár!
Drífa Valdimarsdóttir
Starfandi sveitarstjóri