Hvatt til sameiginlegs átaks í atvinnumálum
Á fundi bæjarstjórnar í gær voru starfslok Kísiliðjunnar hf. og fréttir af því að þunglega horfði um fjármögnun kísilduftverksmiðju til umræðu og samþykkti bæjarstjórn svofellda ályktun:
Á fundi bæjarstjórnar í gær voru starfslok Kísiliðjunnar hf. og fréttir af því að þunglega horfði um fjármögnun kísilduftverksmiðju til umræðu og samþykkti bæjarstjórn svofellda ályktun:
Nú við lok starfsemi Kísiliðjunnar hf., sem verið hefur einn af burðarásum atvinnustarfsemi í héraðinu, vill bæjarstjórn Húsavíkurbæjar benda á nauðsyn þess að stjórnvöld og heimamenn taki sameiginlega á vandanum. Stjórnvöld og sveitarfélög á svæðinu hafa gert ráð fyrir að ráðstafa ákveðnum fjármunum til byggingar kísilduftverksmiðju í Mývatnssveit. Mikilvægt er að þeir fjármunir verði áfram til ráðstöfunar til uppbyggingar atvinnumála í Skútustaðahreppi, jafnvel þó ekki verði af byggingu kísilduftverksmiðjunnar. Nauðsynlegt er að hraða þessu verki vegna þess vanda sem blasir við einstaklingum og sveitarfélaginu. Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar lýsir sig reiðubúna til að koma að því verki.