Hvort er ég barn eða fullorðinn?
Síðastliðið miðvikudagskvöld frumsýndi 10. bekkur Borgarhólsskóla leikritið "Hvort er ég barn eða fullorðinn?". Verkið er samið af Kristjönu Maríu Kristjánsdóttur og leikstýrði hún verkinu einnig.
Þetta leikrit fjallar um samskipti unglinga við foreldra sína og sýnir ýmis fjölskyldumynstur...sem flestir ættu að kannast eitthvað við.
Oft er það þannig að þegar börnin komast á unglingsaldurinn þá er misjafnt hvort foreldrarnir vilja að þau séu enn börn eða séu orðin fullorðin. Mikið er um tónlist og tekin eru þekkt lög og textanum breytt.
Kristjana segir ótrúlega gaman að sjá hvað krakkarnir eru dugleg og að tónlistin sé erfið en krakkarnir flytji hana mjög vel. Búið að þjappa þeim mikið saman og þau hafa eytt saman flestum kvöldum síðasta einn og hálfan mánuð.
Nú er bara að hvetja sem flesta til að mæta og horfa á nemendur 10. bekkjar fara á kostum í þessu nýja leikverki "Hvort er ég barn eða fullorðin?"