Fara í efni

Íbúafundir haldnir á tveimur stöðum í Húsavíkurbæ í vikunni

Framkvæmdastjórn Húsavíkurbæjar, þ.e. bæjarstjóri ásamt framkvæmdastjórum þriggja málefnasviða bæjarins boðaði til íbúafunda í Félagsheimilinu Heiðarbæ og Félagsheimili Húsavíkur þ. 14. og 15. nóvember.

Framkvæmdastjórn Húsavíkurbæjar, þ.e. bæjarstjóri ásamt framkvæmdastjórum þriggja málefnasviða bæjarins boðaði til íbúafunda í Félagsheimilinu Heiðarbæ og Félagsheimili Húsavíkur þ. 14. og 15. nóvember.

 

Framkvæmdastjórn Húsavíkurbæjar, þ.e. bæjarstjóri ásamt framkvæmdastjórum þriggja málefnasviða bæjarins boðaði til íbúafunda í Félagsheimilinu Heiðarbæ og Félagsheimili Húsavíkur þ. 14. og 15. nóvember.
Á fundunum var gerð grein fyrir uppbyggingu stjórnkerfis bæjarins til að auðvelda íbúum að átta sig á umsjónarsviðum á tilteknum málaflokkum og afgreiðsluferli erinda.
Margvíslegar fyrirspurnir komu fram og voru umræður afar gagnlegar fyrir stjórnendur. Fyrirspurnir um fráveitur, urðunarsvæði, heilbrigðismál, vatnsveitu, slökkvilið og almannavarnir voru meðal þess sem fram kom á fundunum. Á fundinum í Heiðarbæ höfðu menn áhyggjur af slæmu net- og farsímasambandi í dreifbýli, sem m.a. hefur áhrif á möguleika íbúanna á rafrænum samskiptum við stjórnsýslu sveitarfélagsins. Upplýsingar um réttindindi íbúa til þjónustu s.s. snjómoksturs og garðsláttar fyrir ellilífeyrisþega voru einnig ræddar og aðferðir til að koma á framfæri auglýsingum á vegum sveitarfélagsins til íbúa í dreifbýli.
Mæting á fundina var dræm, sérstaklega á fundinn í Félagsheimili Húsavíkur. Hins vegar voru  umræður mjög málefnalegar og til þess fallnar að hjálpa stjórnendum að breyta og bæta þjónustu sveitarfélagsins við íbúana.

 

 Skipurit stjórnkerfis