Íbúafundir Öxarfjarðarhérað og Raufarhöfn miðvikudaginn 28. júní nk. NÝ TÍMASETNING
23.06.2023
Tilkynningar
Íbúafundir vegna hringrásarhagkerfisins og þjónustustefnu verða haldnir sem hér segir:
Miðvikudaginn 28. júní
Kl 17:00 í Félagsheimilinu Hnitbjörgum fyrir Raufarhöfn og nágrenni.
Kl. 20:00 í Skólahúsinu í Lundi fyrir Öxarfjarðarhérað
Til umræðu og kynningar:
- Hringrásarhagkerfið, fyrirkomulag sorpmála skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald.
- Stefna um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags skv. 130. gr. sveitarstjórnarlaga en þar segir:
Samhliða fjárhagsáætlun, sbr. 62. gr., skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú ár á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum viðkomandi sveitarfélags. Við gerð og mótun stefnunnar skal sveitarstjórn hafa samráð við íbúa sveitarfélagsins.
Hér má finna Facebook - viðburð