Fara í efni

Íbúafundur um aðalskipulag

Norðurþing boðar til íbúafundar í sal Borgarhólsskóla á Húsavík fimmtudaginn 11. júní nk. kl. 20-22.15. Á fundinum verður fjallað um framtíðarþróun byggðar og skipulag á Húsavík og nágrenni auk tillögu að aðalskipulagsbreytingu vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda.  Fundurinn er liður í aðalskipulagsgerð fyrir sveitarfélagið.

Norðurþing boðar til íbúafundar í sal Borgarhólsskóla á Húsavík fimmtudaginn 11. júní nk. kl. 20-22.15. Á fundinum verður fjallað um framtíðarþróun byggðar og skipulag á Húsavík og nágrenni auk tillögu að aðalskipulagsbreytingu vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda.  Fundurinn er liður í aðalskipulagsgerð fyrir sveitarfélagið.

Á fundinum mun ráðgjafi frá ráðgjafarfyrirtækinu Alta kynna vinnu við aðalskipulag Norðurþings og drög að tillögu fyrir Húsavík.  Skipulagsráðgjafi frá Mannviti mun kynna tillögu að breytingu aðalskipulags vegna stóriðjuframkvæmda.  Að kynningu lokinni verða umræður um áherslur í skipulagi bæjarins og Reykjahverfis.

Íbúar Húsavíkur og Norðurþings og aðrir hagsmunaaðilar  eru hvattir til að mæta.