Fara í efni

Íbúafundur um sorpmál 28. mars sl.

Þann 28. mars var haldinn íbúafundur á Fosshótel um nýtt samræmt flokkunarkerfi fyrir íbúa á Húsavík og í Reykjahverfi. Á fundinum voru kynntar breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs og hvað þær breytingar þýða.

Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, kynnti nýtt flokkunarkerfi, t.a.m. grenndargáma og útfærslu á fjórðu tunnunni. Þá sátu aðilar frá Íslenska gámafélaginu í pallborði og svöruðu spurningum fundargesta. Fundarstjóri var Soffía Gísladóttir.

Næstu skref í ferlinu eru innleiðing hins nýja kerfis, dreifing fjórðu tunnunnar og nýjar merkingar. Áætlað er að ljúka því nú í vor ásamt því að koma upp grenndarstöðvum fyrir málma, gler og textíl. Einnig verður dreift kynningarbæklingum í hús til frekari glöggvunar á hinu nýja kerfi.

Hér má finna hlekk á þau gögn sem kynnt voru á fundinum

Í framhaldinu verður farið í að útfæra breytingarnar í byggðunum austan við, í Kelduhverfi, Öxarfjarðarhéraði og á Raufarhöfn og nágrenni.