Fara í efni

Íbúafundur um tækifæri í nýsköpun á Norðurlandi

Miðvikudaginn 16. mars verður íbúafundur á Húsavík þar sem Íslensk verðbréf hf. og Íslandsþari ehf. kynna fyrir úbuum Norðurþings hugmyndir og möguleika í nýsköpun á svæðinu. 

Sérstaklega verður farið yfir áform tengd rannsóknar- og nýtingarleyfi á stórþara úti fyrir norðurlandi og vinnslu afurðarinnar í landi. Farið verður yfir þau tækifæri sem í þeim nytjum felast fyrir samfélög eins og Húsavík. Fyrirtækið hefur ekki ákveðið endanlega staðsetningu uppbyggingarinnar en horft er til þriggja staða á Norðurlandi; Akureyri, Húsavík eða Dalvík.
Sveitarstjóri Norðurþings mun kynna tvo valkosti innan hafnarsvæðisins sem sveitarfélagið horfir á með tilliti til staðsetningar landvinnslunnar á Húsavík.

Íbúafundurinn verður haldinn á Fosshótel Húsavík kl 17:00

Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn til að kynna sér málið og taka þátt í umræðum að framsögum loknum.