Fara í efni

Íbúafundur vegna áhrifa af völdum goss í Vatnajökli/Bárðarbungu

Norðurþing heldur íbúafund miðvikudaginn 9. apríl í Skúlagarði kl. 19:00 – 21:00.

Fundurinn er haldinn með aðkomu Veðurstofunnar og lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

Á fundinum verða íbúar fræddir um hvað er að gerast í Bárðarbungu og hugsanleg áhrif þess á íbúa í grennd við Jökulsá á Fjöllum. Fundurinn er m.a. haldinn að beiðni RKÍ í Þingeyjarsýslu.

Framsaga verður frá Veðurstofunni um niðurstöðu flóðaútreikninga og Hreiðar Hreiðarsson frá LSNE munu fara yfir gildandi viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Bárðarbungu.

Samtöl og fyrirspurnir.

Íbúar í Kelduhverfi og í Öxarfirði á áhrifasvæði Jökulsár á Fjöllum eru sérstaklega hvattir til að mæta á fundinn.

Hér má finna Facebook viðburð.