Fara í efni

Íbúakynning - Skjálftasetur 25. september kl. 20:00

Skipulags- og matslýsing og tillaga að breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030, ásamt umhverfisskýrslu vegna stækkunar sorpförgunarsvæðis norðan Kópaskers og tillaga að deiliskipulagi sama svæðis ásamt umhverfisskýrslu

Boðað er til kynningarfundar vegna tillögu að breytingum á aðalskipulagi Norðurþings 2010 -2030 vegna stækkunar sorpförgunarstaðarins norðan Kópaskers og tillögu að deiliskipulagi sama svæðis skv. ákvæðum skipulagslaga, í Skjálftasetri miðvikudaginn 25. september kl. 20:00.

 

Breyting á aðalskipulagi

Skipulags- og matslýsing og drög að tillögu að aðalskipulagsbreytingu ásamt umhverfisskýrslu

Heildarathafnasvæði sorpförgunarsvæðisins verður leiðrétt úr  2,6  ha í 28 ha og það afmarkað á skipulagsuppdrætti. Gert er ráð fyrir að hluti sorpförgunarsvæðis verður notaður til urðunar, hluti fyrir byggingar og hluti sé óráðstafaður til síðari nota.

Kynnt verður skipulags- og matslýsing fyrir verkefnið skv. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga og 6. gr. laga um umhverfismat áætlana. Jafnframt er kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi, ásamt umhverfis­skýrslu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Deiliskipulag fyrir sorpförgunarstað ásamt umhverfisskýrslu

Deiliskipulagið er unnið vegna endurnýjunar á starfsleyfi urðunarstaðarins. Þar er  gert ráð fyrir breyttu skipulagi innan  urðunarsvæðisins þar sem urðunarsvæðinu sjálfu  verður skipt í tvennt. Svæði 1 afmarkast af flugbraut og er 4,6 ha  að stærð, svæði 2 er utan flugbrautar og er tæpir 5 ha  að stærð. Samtals verður urðunarsvæðið sjálft 9,6 ha.  Áfram er gert ráð fyrir urðun á allt að 500 tonnum af úrgangi á ári en nýtingu á svæðinu til næstu 30 ára.

Kynnt verður tillaga að deiliskipulagi skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga. Skipulagslýsing fyrir verkefnið hefur þegar verið kynnt skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

                                                 

Gaukur Hjartarson

Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings