Íbúaþing
Á fundi Skipulags – og byggingarnefndar þann 13. janúar var ákveðið að stofna vinnuhóp vegna undirbúnings íbúaþings í Húsavíkurbæ sem áætlað er að halda í lok febrúar n.k. Íbúaþingið er haldið skv. ákvörðun bæjarstjórnar að tillögu skipulags- og byggingarnefndar.
Íbúaþingið er haldið skv. ákvörðun bæjarstjórnar að tillögu skipulags- og byggingarnefndar.
Tilgangur þess er annars vegar að kynna þá vinnu sem hafin er vegna gerðar aðalskipulags fyrir Húsavíkurbæ og hins vegar að leita eftir hugmyndum og áherslum íbúa sveitarfélagsins varðandi þróun þess og þar með hvaða megin línur draga eigi við gerð aðalskipulagsins.
Vinnuhópinn skipa: Gunnar Bóasson, formaður skipulags- og byggingarnefndar Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Hallveig Björk Höskuldsdóttir, fulltrúi í skipulags- og byggingarnefnd, Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Guðrún Kristín Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi Húsavíkurbæjar.
Ástæða er til þess að hvetja íbúa til þátttöku í þinginu sem eins og áður sagði er áætlað að halda í lok ferbrúar.