Íbúum fækkar en fasteignaverð hækkar
Því miður fækkar íbúum Húsavíkurbæjar eitt árið enn og nemur fækkunin 53 íbúum
miðað við íbúafjöldann eins og hann var skráður 1. des. 2004 skv. tölum Hagstofu Íslands. Samkvæmt þeim er hann 2.373 1. des.
2005 en var 2.426 fyrir ári síðan. Raunar er það svo að íbúum fækkar í öllum sveitarfélögum sýslunnar nema
Þórshafnarhreppi, en þar fjölgar þeim um 6. Í heildina fækkar í sýslunni um 103 á milli ára.
Því miður fækkar íbúum Húsavíkurbæjar eitt árið enn og nemur fækkunin 53 íbúum
miðað við íbúafjöldann eins og hann var skráður 1. des. 2004 skv. tölum Hagstofu Íslands. Samkvæmt þeim er hann 2.373 1. des.
2005 en var 2.426 fyrir ári síðan. Raunar er það svo að íbúum fækkar í öllum sveitarfélögum sýslunnar nema
Þórshafnarhreppi, en þar fjölgar þeim um 6. Í heildina fækkar í sýslunni um 103 á milli ára.
Fasteignamarkaður á Húsavík hefur verið líflegur undanfarin misseri og endurspeglast það m.a. í því að fasteignamat
íbúðarhúsnæðis hækkar um 20% á milli ára. Sumarhús hækka um 10% og jarðir, hlunnindi og byggingar á lögbýlum
um 5% en annað atvinnuhúsnæði stendur í stað.