Fara í efni

Innkoma listamanna í fámenn samfélög

Málþing verður haldið á Hótel Norðurljósum, Raufarhöfn 28. nóvember n.k. kl. 17.00.  Hvaða tækifæri felast í því að listamenn kaupa upp yfirgefin hús, í litlum bæjarfélögum? Hvernig er hægt að nýta sér nærveru þeirra, bæjarfélaginu til framdráttar? 

Þessum spurningum og fleiri verður velt upp á málþinginu.

Ræðumenn:  

  • Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra
  • Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings
  • Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags ísl. listamanna
  • Ásdís Thoroddsen, kvikmyndagerðarmaður
  • Snorri Freyr Hilmarsson, leiksviðshönnuður
  • Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, menningarfulltrúi
  • Þórunn Eymundardóttir, myndlistarmaður

Öllum er heimil þátttaka. 

Málþingið er dagskrárliður Menningardaga á Raufarhöfn og er styrkt af Menningarsjóði Eyþings.