Ísland á iði
Fyrirtækjakeppni "Hjólað í vinnuna" 2.-13.maí
Húsavíkurbær vekur athygli á að dagana 2.-13. maí n.k. mun fræðslu og hvatningarverkefni ÍSÍ, Ísland á iði, standa fyrir fyrirtækjakeppninni "Hjólað í vinnuna". Meginmarkmið "Hjólað í vinnuna" er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta. Keppnin er byggð í kringum heimasíðu verkefninsins.Til að komast inn á hana má smella hér.
Fyrirtækjakeppni "Hjólað í vinnuna" 2.-13.maí
Húsavíkurbær vekur athygli á að dagana 2.-13. maí n.k. mun fræðslu og hvatningarverkefni ÍSÍ, Ísland á iði, standa fyrir fyrirtækjakeppninni "Hjólað í vinnuna". Meginmarkmið "Hjólað í vinnuna" er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta. Keppnin er byggð í kringum heimasíðu verkefninsins.Til að komast inn á hana má smella hér. Keppt er í 6 fyrirtækjaflokkum um flesta daga og flesta km, hlutfallslega miðað við fjölda starfsmanna í fyrirtækjum. Þannig er aðalatriðið að fá sem flesta með, sem oftast. Síðast þegar slík keppni var haldin áttu 162 fyrirtæki og stofnanir frá 29 sveitarfélögum, 289 lið í keppninni.