Fara í efni

Íslensk kvikmyndahelgi á Raufarhöfn 22. - 24. mars

Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Félag kvikmyndagerðarmanna, Samtök kvikmyndaleikstjóra og Kvikmyndamiðstöð Íslands bjóða landsmönnum í bíó helgina 22. - 24. mars.

Tilefnið er hækkun framlaga í Kvikmyndasjóð Íslands.  Fjölbreytt úrval íslenskra kvikmynda verður sýnt víðs vegar um land.  Íslenskar kvikmyndir verða sýndar á eftirfarandi stöðum auk Reykjavíkur: Akranesi, Ólafsvík, Hvammstanga, Sauðárkróki, Blönduósi, Ísafirði, Patreksfirði, Ólafsfirði, Akureyri, Laugum, Raufarhöfn, Vopnafirði, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Höfn í Hornafirði, Kirkjubæjarklaustri, Hvolsvelli og Vestmannaeyjum.

Sýningartímar:

RAUFARHÖFN – FÉLAGSHEIMILIÐ HNITBJÖRG (Blu-ray)
Laugardagur

14:00 Hetjur Valhallar
20:00 Á annan veg
Sunnudagur

20:00 Eldfjall Rúnar Rúnarsson mætir.
 

Við viljum hverja alla Raufarhafnarbúa, sem og aðra nærsveitunga, að þiggja þetta frábæra boð.