Fara í efni

Íslenski bærinn, saga, tækni, fagurfræði

Fyrirlestur um íslenska torfbæjararfinn verður haldinn í Safnahúsinu á Húsavík, fimmtudaginn 19. febrúar kl. 20:00. Fyrirlesari er Hannes Lárusson en hann er staðarhaldari Íslenska bæjarins að Austur-Meðalholtum í Flóa þar sem verið er að koma á laggirnar stofnun sem hefur það markmið að rannsaka og sýna samhengið, verkmenninguna og fagurfræðina í íslenskum torfbæjararfi.

Fyrirlestur um íslenska torfbæjararfinn verður haldinn í Safnahúsinu á Húsavík, fimmtudaginn 19. febrúar kl. 20:00.

Fyrirlesari er Hannes Lárusson en hann er staðarhaldari Íslenska bæjarins að Austur-Meðalholtum í Flóa þar sem verið er að koma á laggirnar stofnun sem hefur það markmið að rannsaka og sýna samhengið, verkmenninguna og fagurfræðina í íslenskum torfbæjararfi.

Hannes hefur á undanförnum áratugum skoðað flesta þætti sem tengjast þessum arfi og er um þessar mundir að afla heimilda um landshlutabundin tilbrigði. 

Allir áhugamenn um íslenskan menningararf eru hvattir til þess að mæta á erindi Hannesar - ekki síst þeir sem hafa upplýsingar um torfbæina í Þingeyjarsýslum.

Boðið verður upp á kaffi og með því.  Góður tími verður ætlaður fyrir spurningar og skoðanaskipti um efnið.

Nánari upplýsingar á http://www.islenskibaerinn.com