Íþróttaæfingar eftir 4.maí
Íþróttamannvirki á Húsavík
Fyrirkomulag opnanna eftir 4.maí
Þann 4.maí hefjast æfingar að nýju hjá íþróttafélögum að uppfylltum skilyrðum sem fram eru sett af yfirvöldum.
Nánar má lesa um skilyrði fyrir opnun á covid.is
Norðurþing gert eftirfarandi ráðstafanir í samráði við íþróttafélög í sveitarfélaginu.
Vodafonevöllur – gervigras
- Til öryggis og einföldunar verða búningsklefar lokaðir að sinni.
- Völsungur skilgreinir sérstakan æfingatíma fyrir meistaraflokka félagsins. Á þeim tíma sem fullorðnir eru við æfingar er mælst er til þess að svæðið verði lokað öðrum iðkendum.
Íþróttahöllin á Húsavík
- Æfingar hjá börnum og ungmennum fara fram með eðlilegum hætti.
- Til öryggis og einföldunar verða búningsklefar lokaðir.
- Þreksalur er læstur og öll umferð um hann óheimil enda eru líkamsræktarstöðvar lokaðar að sinni.
- Tilmæli til foreldra að bíða fyrir utan þegar börn eru sótt og fara ekki inní húsið að óþörfu. Oft safnast mikill fjöldi fyrir í forstofu og erfitt er að halda fjarlægð á milli fólks.
Sundlaugin á Húsavík
- Skipulagðar æfingar hjá börnum og ungmennum hefjast nýju.
- Þjálfarar hafa samband við forstöðumann sundlaugar varðandi æfingatíma enda er laugin lokuð almenningi.
- Foreldrar og forráðamenn sem eru að sækja börn á æfingar koma ekki inn í afgreiðslu sundlaugar enda laugin lokuð almenningi.
Raufarhöfn og Kópasker
- Forsvarsmenn félaga sem standa fyrir æfingum er bent á að hafa samband við íþrótta- og tómstundafulltrúa ef hefja á æfingar að nýju.