Fara í efni

Jákvæður grunnrekstur - Traust framtíð

"Ársreikningur sveitarfélagsins Norðurþings er settur fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélaga. Starfseminni er skipt upp í tvo hluta, A - hluta annars vegar og B - hluta hins vegar. Til A - hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð sem rekur alla almenna málaflokka, Eignasjóð- og Þjónustumiðstöð Norðurþings. Til B - hluta teljast fjárhagslega sjálfstæðar rekstrareiningar sem að hluta eða öllu leyti eru í eigu sveitarfélagsins en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Rekstrareiningarnar sem um ræðir eru: Félagslegar íbúðir, Fráveita Norðurþings, Vatnsveita Norðurþings, Hafnarsjóður Norðurþings, Orkuveita Húsavíkur ehf., Sorpsamlag Þingeyinga ehf., og Fjárfestingafélag Norðurþings ehf.

"Ársreikningur sveitarfélagsins Norðurþings er settur fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélaga. Starfseminni er skipt upp í tvo hluta, A - hluta annars vegar og B - hluta hins vegar. Til A - hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð sem rekur alla almenna málaflokka, Eignasjóð- og Þjónustumiðstöð Norðurþings. Til B - hluta teljast fjárhagslega sjálfstæðar rekstrareiningar sem að hluta eða öllu leyti eru í eigu sveitarfélagsins en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Rekstrareiningarnar sem um ræðir eru: Félagslegar íbúðir, Fráveita Norðurþings, Vatnsveita Norðurþings, Hafnarsjóður Norðurþings, Orkuveita Húsavíkur ehf., Sorpsamlag Þingeyinga ehf., og Fjárfestingafélag Norðurþings ehf.

Rekstur sveitarfélagsins gekk vel og mun betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða í A hluta fyrir afskriftir var jákvæð um 60 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir afskriftir var jákvæð um 411 milljónir króna.

Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða er rekstrarniðurstaða samstæðunnar neikvæð um 317 milljónir króna. Þar af er 200 m.kr. króna auka afskrift vegna virðisrýrnunar Orkustöðvar Orkuveitu Húsavíkur ehf. Rekstrarniðurstaða samstæðu Norðurþings er því betri en sem nemur 407 m.kr. króna miðað við áætlanir ársins. Þess skal sérstaklega getið að áætlanir í sveitarfélaginu Norðurþingi eru ekki endurskoðaðar á rekstrarárinu.

Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri samstæðunnar 190 m.kr. og handbært fé frá rekstri 186 m.kr. króna. Afborgun langtímalána nam 444 m.kr. Ný langtímalán námu 331 m.kr. Fjárfestingar í eignarhlutum í félögum nam 114 m.kr. Handbært fé sveitarfélagsins í árslok var 120 m.kr.

Eins og nefnt er að framan var tekin ákvörðun um háa afskrift hjá Orkuveitu Húsavíkur ehf., að auki var ákveðið að færa ekki upp verðmæti Þeistareykja ehf. til samræmis við fyrirliggjandi sölu annara aðila í félaginu. Áætlað söluverðmæti á eignarhlut Orkuveitu Húsavíkur ehf. í Þeistareykjum ehf. nemur allt að 40% af vaxtaberandi skuldum Norðurþings.

Eignir sveitarfélagsins í efnahagsreikningi eru bókfærðar á 6.430 m.kr., þar af eru veltufjármunir 560 m.kr. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum nema samkvæmt efnahagsreikningi 6.142 m.kr., þar af eru lífeyrisskuldbindingar 1.130 m.kr. Veltufjárhlutfallið er 2,88 í árslok, en var 2,52 árið áður. Bókfært eigið fé nemur 287 m.kr. í árslok. Eiginfjárhlutfall A hluta er 30% en samstæðu 5%.

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og verður hann til umfjöllunar í Sveitarstjórn Norðurþings 29. apríl og 18. maí nk."

Ársreikning samstæðu Norðurþings, fyrri umræða, má nálgast með að smella hér.