Fara í efni

JARÐSKJÁLFTASETUR

Þann 30. ágúst síðastliðinn kom saman áhugahópur um stofnun Jarðskjálftaseturs á Kópaskeri. Hugmyndin er enn í mótun en lagt upp með að útgangspunkturinn verði Kópaskersskjálftinn 1976 og smá saman verði dregið inn meira af atburðarásinni frá Kröflu og norður í Kelduhverfi frá 1975.

Þann 30. ágúst síðastliðinn kom saman áhugahópur um stofnun Jarðskjálftaseturs á Kópaskeri.

Hugmyndin er enn í mótun en lagt upp með að útgangspunkturinn verði Kópaskersskjálftinn 1976 og smá saman verði dregið inn meira af atburðarásinni frá Kröflu og norður í Kelduhverfi frá 1975.

Svona verkefni er langhlaup en vonir eru bundnar við að fyrsti áfangi verkefnisins komist á koppinn í vor. Þar er stefnt að því að opna sýningu með upplýsingum og útskýringum í máli og myndum.

Ákveðið var að sex manna undirbúningshópur tæki að sér að fylgja verkefninu eftir fyrstu skrefin. Í hópnum eru:

Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarsetursins

Ari Páll Pálsson, starfsmaður Atvinnuþróunarfélagsins

Benedikt Björgvinsson, ferðaþjónustuaðili

Stefanía Gísladóttir, stjórn Framfarafélags Öxfirðinga

Elísabet Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður sveitarstjóra Norðurþings

Jón Grímsson, sveitarstjórn Norðurþings

Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur og formaður Landsbyggðin lifir, hefur fallist á að vera faglegur ráðunautur verkefnisins.

Ef einhverjir hafa áhuga á að koma upplýsingum eða hugmyndum á framfæri eru þeir hvattir til að hafa samband við einhvern af ofangreindum. Myndir af vettvangi eru vel þegnar.