Fara í efni

Jarðskjálftasetur á Kópaskeri

Opnun forsýningar 17. júlí 2008 í húsnæði grunnskólans á Kópaskeri Síðastliðið ár hefur verið unnið að undirbúningi sýningar á myndum og efni tengdu jarðhræringunum í Öxarfirði 1975 og Kópaskersskjálftanum 1976. Sýningin er vísir að stærra verkefni, sem er stofnun Jarðskjálftaseturs á Kópaskeri. Sýningin er enn á undirbúningstigi en ákveðið hefur verið að opna forsýningu í sumar. Tilgangurinn er að kynna heimamönnum og gestum starfið sem hefur átt sér stað fram til þessa, verkefnin framundan og framtíðarsýn Skjálftafélagsins.  

Opnun forsýningar 17. júlí 2008 í húsnæði grunnskólans á Kópaskeri

Síðastliðið ár hefur verið unnið að undirbúningi sýningar á myndum og efni tengdu jarðhræringunum í Öxarfirði 1975 og Kópaskersskjálftanum 1976. Sýningin er vísir að stærra verkefni, sem er stofnun Jarðskjálftaseturs á Kópaskeri. Sýningin er enn á undirbúningstigi en ákveðið hefur verið að opna forsýningu í sumar. Tilgangurinn er að kynna heimamönnum og gestum starfið sem hefur átt sér stað fram til þessa, verkefnin framundan og framtíðarsýn Skjálftafélagsins.

 

  • Opið hús frá kl. 20:00 til 22:00
  • Sýningin opnar á því að kl. 20:00 segir Benedikt Björgvinsson framkvæmdarstjóri og stjórnarformaður Skjálftafélagsins frá aðdraganda og framtíðaráformum félagsins.
  • Gestum boðið upp á að rölta um forsýninguna þar sem bæði má sjá fullgerð sýningarspjöld og ýmis verkefni í vinnslu.
  • Skjálftakaka og kaffi verða í boði.

Það sem eftir lifir sumars verður húsið opið almenningi frá klukkan 13:00 til 17:00 alla daga. Aðgangur ókeypis.

Stjórn Skjálftafélagsins