Jökulsárhlaup 2006
02.08.2006
Tilkynningar
Jökulsárhlaup 2006 var háð í himneskri blíðu
29.júlí. Alls tóku 152 manns þátt í þrem hlaupaleiðum og göngu. Flestir hlupu frá Dettifossi í Ásbyrgi, en
á þeirri vegalengd lögðu 67 hlauparar af stað en 61 skilaði sér alla leið. Úr Hólmatungum hlupu 36 og úr Vesturdal hlupu 39.
Tíu manns gengu úr Vesturdal í Ásbyrgi.
Jökulsárhlaup 2006 var háð í himneskri blíðu 29.júlí. Alls tóku 152 manns þátt í þrem hlaupaleiðum og göngu. Flestir hlupu frá Dettifossi í Ásbyrgi, en á þeirri vegalengd lögðu 67 hlauparar af stað en 61 skilaði sér alla leið. Úr Hólmatungum hlupu 36 og úr Vesturdal hlupu 39. Tíu manns gengu úr Vesturdal í Ásbyrgi.
Sigurvegarar í Dettifosshlaupi voru þau Jakob Þorsteinsson úr Reykjavík á 2:25:02 og Auður Aðalsteinsdóttir frá Sauðárkróki á 3:01.08. Sigurvegarar í Hólmatunguhlaupinu voru Thomas Reidick frá Þýskalandi á 1:36:06 og Sif Jónsdóttir, Reykjavík á 2:01:32. Sigurvegarar í Vesturdalshlaupinu voru Heiðar Smári Þorvaldsson frá Húsavík á 1:03:23 og Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Ólafsfirði.