Fara í efni

Jökulsárhlaup 2006

Jökulsárhlaup 2006 var háð í himneskri blíðu 29.júlí.  Alls tóku 152 manns þátt í þrem hlaupaleiðum og göngu. Flestir hlupu frá Dettifossi í Ásbyrgi, en á þeirri vegalengd lögðu 67 hlauparar af stað en 61 skilaði sér alla leið. Úr Hólmatungum hlupu 36 og úr Vesturdal hlupu 39.  Tíu manns gengu úr Vesturdal í Ásbyrgi.

Jakob Þorsteinsson kemur fyrstur í mark eftir 32,7 km frá DettifossiJökulsárhlaup 2006 var háð í himneskri blíðu 29.júlí.  Alls tóku 152 manns þátt í þrem hlaupaleiðum og göngu. Flestir hlupu frá Dettifossi í Ásbyrgi, en á þeirri vegalengd lögðu 67 hlauparar af stað en 61 skilaði sér alla leið. Úr Hólmatungum hlupu 36 og úr Vesturdal hlupu 39.  Tíu manns gengu úr Vesturdal í Ásbyrgi.

Sigurvegarar í Dettifosshlaupi voru þau Jakob Þorsteinsson úr Reykjavík á 2:25:02 og Auður Aðalsteinsdóttir frá Sauðárkróki á 3:01.08.  Sigurvegarar í Hólmatunguhlaupinu voru Thomas Reidick frá Þýskalandi á 1:36:06 og Sif Jónsdóttir,  Reykjavík á 2:01:32.  Sigurvegarar í Vesturdalshlaupinu voru Heiðar Smári Þorvaldsson frá Húsavík á 1:03:23 og Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Ólafsfirði.

Hér er hægt að skoða úrslit

Hér er hægt að skoða umfjöllun

www.kelduhverfi.is

Aðalsteinn Ö. Snæþórsson tók þessa skemmtilegu mynd af hlaupurum við Dettifoss rétt áður en hlaupið hófst.