Fara í efni

Jólafrí í leikskólum Norðurþings

Fjölskylduráð Norðurþings ákvað á fundi sínum þann 15. nóvember 2021 að bjóða foreldrum/forráðamönnum nemenda í leikskóla afslátt af vistunar- og fæðisgjöldum í dymbilviku páska og daganna 23. og 27.-30. desember, beri þeir upp á virkan dag, velji þeir að nýta ekki leikskólavistun þá daga.

Þetta er liður í að bæta starfsumhverfi leikskólans með því að gefa barnafjölskyldum sem og starfsmönnum og fjölskyldum þeirra tækfæri til aukinnar samveru yfir hátíðirnar.

Í kringum jólahátíðina 2021 stendur foreldrum/forráðamönnum til boða að skrá börn sín í frí dagana 23., 27., 28., 29. og 30. desember og mun það koma til afsláttar af vistunar og fæðisgjöldum í desember. Foreldrar geta valið frá einum og upp í fimm daga í frí.

Skráning fer fram hjá aðstoðarleikskólastjóra. Síðasti dagur skráningar er miðvikudagurinn 24. nóvember. Skráning er bindandi og verður ekki hægt að taka á móti börnum í leikskólann þessa daga sem skráð hafa verið í frí. Ekki verða felld niður gjöld hjá þeim sem ekki skrá börn sín í frí  þessa daga þrátt fyrir að vistun verði ekki nýtt.

Þessa daga verður því lágmarks starfssemi í gangi í leikskólanum. Undanfarin ár hafa deildir sameinast yfir hátíðirnar og það mun verða eins í ár. Einhverjum deildum verður lokað og það verður færra starfsfólk í húsi.

 

Netfang aðstoðarleikskólastjóra: helgaj@graenuvellir.is

 

Kveðja, stjórnendur