Fara í efni

Jólaskemmtun Samhljóms

Hin árlega Jólaskemmtun Samhljóms - styrktarfélags verður haldin í Fosshóteli Húsavík (Félagsheimili Húsavíkur) sunnudaginn 13. desember kl. 16:00.  Hljómsveitin Hjálmar og þeir mun flytja jólalög ásamt því að gestsöngvarar munu syngja.  Þeir eru Bylgja Steingrímsdóttir, Aðalsteinn Júlíusson, Kristján Halldórsson, Halla Marín Hafþórsdóttir, Daníel Borgþórsson og Valdís Jósefsdóttir. 

Hin árlega Jólaskemmtun Samhljóms - styrktarfélags verður haldin í Fosshóteli Húsavík (Félagsheimili Húsavíkur) sunnudaginn 13. desember kl. 16:00. 

Hljómsveitin Hjálmar og þeir mun flytja jólalög ásamt því að gestsöngvarar munu syngja.  Þeir eru Bylgja Steingrímsdóttir, Aðalsteinn Júlíusson, Kristján Halldórsson, Halla Marín Hafþórsdóttir, Daníel Borgþórsson og Valdís Jósefsdóttir. 

Félagar úr Karlaklúbbnum Sófíu munu sjá um að skemmta áhorfendum með t.d. getraunum þar sem verðlaun eru í boði.  Kaffisala verður þar sem hægt er fá kaffi, kakó og smákökur á meðan á skemmtun stendur.

Þingeyingar, eigum góða stund saman fyrir Jólin, skemmtum okkur með frábæru tónlistarfólki og styrkjum gott málefni.

Aðgangseyrir aðeins kr. 1.000 

(tekið á móti frjálsum framlögum á staðnum og í bankaútibúum)

Stjórn Samhljóms

Nánar um sjóðinn