Fara í efni

Jólaskemmtun Samhljóms 2010

Fjölskyldu- og styrktarsjóðurinn Samhljómur heldur sína árlegu styrktartónleika,  sunnudaginn 12. desember n.k. kl. 16:00 í   Félagsheimili Húsavíkur (Fosshótelinu Húsavík) Þar verður að venju boðið verður upp á fjölbreytta tónlist, glens, pakka fyrir heppna gesti og önnur skemmtiatriði. Karlaklúbburinn Sófía verður með kaffisölu á staðnum, innkoma rennur að sjálfsögðu til Samhljóms.


Fjölskyldu- og styrktarsjóðurinn Samhljómur heldur sína árlegu styrktartónleika,  sunnudaginn 12. desember n.k. kl. 16:00 í   Félagsheimili Húsavíkur (Fosshótelinu Húsavík)

Þar verður að venju boðið verður upp á fjölbreytta tónlist, glens, pakka fyrir heppna gesti og önnur skemmtiatriði. Karlaklúbburinn Sófía verður með kaffisölu á staðnum, innkoma rennur að sjálfsögðu til Samhljóms.

Inngangseyrir er aðeins kr. 1.000 (fyrir alla). Einnig er tekið við frjálsum framlögum. Ekki er hægt að taka við greiðslukortum við innganginn.

Einnig hefur verið hrint af stað söfnun meðal íbúa, stofnanna, fyrirtækja og félaga á svæðinu. Það er einlæg ósk að áfram verði góðar undirtektir. Söfnunarfénu verður öllu varið til að styrkja einstaklinga og fjölskyldur.

Framlögum má koma til stjórnarmanna eða beint inn á bankareikning hjá Samhljómi.

Kennitals Samhljóms er 521006-1880
Heimilisfang, Stórhóll 25 Húsavík (Guðni)
Söfnunarreikningar:
Glitnir   0567-26-10000
Landsbanki Íslands   0192-26-85
Sparisjóður Suður-Þingeyinga  1110-26-917

Jólakveðja!

 

Stjórn Samhljóms

Guðni Bragason

Jane Annisius

Hjálmar Ingimarsson

Margrét Þórhallsdóttir

Ágúst Óskarsson