Fara í efni

Jólatré og greinar í boði

Í síðustu viku var farið í létta grisjun á Sitkagreni í skógræktarreit í Skálabrekku.

Í þeirri aðgerð var leitast við að taka efstu einn til þrjá metrana ofan af grisjunar trjám til notkunar sem jólatré hjá íbúum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu sem fólk er hvatt til að nýta sér. Á sama tíma er mikið magna af lausum greinum á svæðinu sem fólk er einnig er hvatt til að taka til skreytinga.

Trjánum og greinunum verður stillt upp við stíginn í Skálabrekku en einstaka gullmoli gæti leynst inni í skógi. Afhendingarmáti er fyrstur kemur fyrstur fær og ekki er rukkað fyrir tréin né greinarnar.

Það verður ekki föst viðvera starfsmanna á staðnum. Fólk er beðið um að fara varlega ef það fer inní skóg því það getur verið erfitt að fóta sig í þessum aðstæðum.

 

Umhverfisstjóri Norðurþings