Fara í efni

Jónasarvaka í íþróttahöllinni á Húsavík 16. nóvember kl. 11:00.

Í tilefni þess að 16 nóvember n.k. eru 200 ár frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar efna skólarnir á Húsavík til sameiginlegrar dagskrár í íþróttahöllinni á Húsavík þann dag. Um leið verður fullveldis Íslands minnst, hefðbundin fullveldissamkoma verður því ekki 1. desember. Það er von skólafólks að þessi tilhögun mælist vel fyrir.  

Í tilefni þess að 16 nóvember n.k. eru 200 ár frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar efna skólarnir á Húsavík til sameiginlegrar dagskrár í íþróttahöllinni á Húsavík þann dag. Um leið verður fullveldis Íslands minnst, hefðbundin fullveldissamkoma verður því ekki 1. desember. Það er von skólafólks að þessi tilhögun mælist vel fyrir.

 

Á hátíðinni verður lífshlaup Jónasar rakið og listamenn á öllum aldri flytja verk hans í söng og lestri. Sérstakur gestur hátíðarinnar er Sigurður Hallmarsson.

Það er von skólafólks að sem flestir getið litið upp úr erli dagsins, notðið hátíðlegrar stundar og minnst listaskáldsins góða.

Bókasafnið á Húsavík minnist einnig fæðingar Jónasar Hallgrímssonar með sérstakri kynningu á verkum hans.

 

Leikskólinn Grænuvellir                                             Borgarhólsskóli

Tónlistarsskóli Húsavíkur                                          Framhaldsskólinn á Húsavík