Keldan
Meginmarkmið Keldunnar er að tryggja markvissan og snemmtækan stuðning fyrir fjölskyldur, með það að leiðarljósi að skapa sterka tengingu og virkt samband á milli fjölskyldu- og fræðslusviðs, heilbrigðis- og frístundarþjónustu.
Í teymi Keldunnar situr fagfólk t.d. sálfræðingar, foreldraráðgjafi, kennarar, tómstundafulltrúar, heilbrigðisstarfsmenn og aðrir sérfræðingar eftir eðli hvers mál. Foreldrar þekkja barnið sitt alltaf best og gegna því mikilvægu hlutverki í teyminu.
Málefni barna sem njóta þjónustu Keldunnar eru unnin með öflugri og virkri þátttöku allra í teyminu. Alla jafna er leitast við að leysa áskoranir sem tengjast barni í daglegu umhverfi þess.
Að koma inn í Keldu:
- Foreldrar geta leitað beint til starfsmanna Keldu
- Starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla getur kynnt Keldu fyrir foreldrum og fengið kynningarfund
- Heilbrigðisstarfsfólk getur einnig kynnt Keldu fyrir foreldrum og fengið kynningarfund
Kelda starfar eftir Lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 sem tóku gildi 1. janúar 2022.
Starfsmenn Keldu eru:
- Tinna Ósk Óskarsdóttir forstöðumaður í málefnum barna og fjölskylduráðgjafi, tinna@nordurthing.is
- Unnur Sigurðardóttir ráðgjafi í Keldu, unnur@nordurthing.is
- Ingibjörg Sigurjónsdóttir sálfræðingur, ingibjorg@nordurthing.is