Fara í efni

Kjörskrá vegna Alþingiskosninga 25. apríl 2009

Kjörskrá fyrir Norðurþing var lögð fram á skrifstofum sveitarfélagsins föstudaginn 17. apríl  og mun hún liggja frammi á venjulegum opnunartíma skrifstofanna. Kjörskráin mun liggja frammi almenningi til sýnis fram að kjördegi. Hver sem er getur gert athugasemdir til sveitarstjórnar um að nafn eða nöfn einhverra kjósenda vanti á kjörskrá eða þeim sé þar ofaukið. Athugasemdir skulu vera skriflegar og lagðar fram á skrifstofum sveitarfélagsins.

Kjörskrá fyrir Norðurþing var lögð fram á skrifstofum sveitarfélagsins föstudaginn 17. apríl  og mun hún liggja frammi á venjulegum opnunartíma skrifstofanna.

Kjörskráin mun liggja frammi almenningi til sýnis fram að kjördegi.

Hver sem er getur gert athugasemdir til sveitarstjórnar um að nafn eða nöfn einhverra kjósenda vanti á kjörskrá eða þeim sé þar ofaukið.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og lagðar fram á skrifstofum sveitarfélagsins.

Heimilt er að gera athugasemdir til sveitarstjórnar fram á kjördag.

Sveitarstjórn skal þegar taka til meðferðar athugasemdir er henni berast vegna kjörskrár og gera viðeigandi leiðréttingar á henni.

Slíka leiðréttingu má gera fram á kjördag.

 

                                                                                                Húsavík, 17. apríl 2009

 Fjármálstjóri - staðgengill sveitarstjóra