Fara í efni

Komdu að sigla - fréttatilkynning

Nú styttist í norrænu strandmenningarhátíðina „Sail Húsavík“ sem verður haldin 16.-23. júlí næstkomandi á Húsavík.

Nú styttist í norrænu strandmenningarhátíðina „Sail Húsavík“ sem verður haldin 16.-23. júlí næstkomandi á Húsavík.

RÚV verður með beina útsendingu frá hátíðinni milli kl. 18.30 og 19.00 frá 18. júlí til 22. júlí.

Þetta er fjölskylduhátíð sumarsins! Þar gefst fólki kostur á að upplifa norræna strandmenningu „á bryggjunni“. Stór seglskip og minni bátar frá Danmörku, Færeyjum, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi verða í Húsavíkurhöfn og mynda stórkostlegt sjónarspil. Hægt verður að fara um borð í heimsfrægar seglskútur, læra að sigla, smakka á lostæti, njóta tónlistar, kvikmynda og listasýninga, dansa og syngja.

Á svæðinu verður stútfull dagskrá frá morgni til kvölds fyrir alla fjölskyldumeðlimi.

Meðal efnis má telja:

  • Tónleikar með Kristjáni Jóhannssyni og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
  • Lifandi handverkssýningar með vefnaði, prjón, þæfingu, netagerð og togvinnu. Allir sem vilja prófa hæfni sýna fá að taka þátt
  • Fljótandi hótel með skemmtiatriðum og góðum mat
  • Skemmtilegur markaður með áherslu á mat úr héraði úr “þingeyska matarbúrinu” og aðra norræna matvöru, handverk og hönnun. Á markaðnum verða m.a. seldar matvörur frá Fjallalambi á Kópaskeri; Viðbót á Húsavík og Vogafjósi í Mývatnssveit
  • Dorgveiði, kayaknámskeið, hugmyndasmiðja og leiklistanámskeið fyrir börn
  • Tónleikar á hátíðarsviði – fram koma Hjaltalín, Raggi Bjarna, Hjálmar og margir fleiri

Hér má sjá upplýsingar um dagskrá og myndir af skipum: http://www.sailhusavik.is/