Kópaskersskóli - starf deildarstjóra
Norðurþing auglýsir lausa til umsóknar stöðu deildarstjóra grunnskóladeildar við Kópaskersskóla út skólaárið 2008-2009. Kópaskersskóli mun næsta skólaár þjóna börnum á leik-og grunnskólaaldri, frá 12 mánaða til loka miðstigs grunnskóla. Lögð er áhersla á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti, samvinnu og vellíðan starfsfólks og nemenda.
Við leitum að sjálfstæðum og jákvæðum einstaklingi með kennslureynslu sem tilbúinn er að vinna að uppbyggingu og skapandi starfsumhverfi. Menntun á sviði uppeldis-og kennslufræða nauðsynleg.
Ráðningarkjör eru í samræmi við samninga Launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til 24. nóvember n.k.
Nánari upplýsingar um starfið veita Sigurður Aðalgeirsson grunnskólafulltrúi í síma 464-6100 netf: sigurdura@nordurthing.is og Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir skólastjóri í síma 465-2105 netf: adalbjorg@nordurthing.is
Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem einkennist af fjölbreyttu mannlífi og miklum sköpunarkrafti manns og náttúru