Fara í efni

Kóramót og uppskeruhátíð Tónlistarskólans

Sunnudaginn 27. febrúar fer fram Uppskeruhátíð Tónlistarskóla Húsavíkur.  Þar mun fjöldi af yngri og eldri nemendurm koma saman og sýna færni sína í hljóðfæraleik og söng. Sunnudaginn 27. febrúar fer fram Uppskeruhátíð Tónlistarskóla Húsavíkur.  Þar mun fjöldi af yngri og eldri nemendurm koma saman og sýna færni sína í hljóðfæraleik og söng.
Hátíðinni verður tvískipt og spila
yngri nemendur kl. 14:00 en eldri nemendur kl. 16:00
í sal Borgarhólsskóla. Úr þessum hópi verða valin atriði
sem svo verða send áfram á svæðishátíð sem haldin verður á
Eskifirði 19. mars n.k. Á þeirri hátíð koma saman nemendur frá
tónlistarskólum norðurlands og austfjarða.
Þar verða svo valin nokkur atriði sem halda áfram á loka hátíð
Nótunnar sem haldin verður í Reykjavík laugardaginn 26. mars.
Það var nemandi Tónlistarskóla Húsavíkur til margra ára
Bóas Gunnarsson nemandi í gítarleik sem valinn var á lokahátíðina
2010 og stóð hann sig með sóma.

Enginn aðgangseyrir - allir hjartanlega velkomnir
" Markmiðin með uppskeruhátíð tónlistarskóla eru:
• Að bjóða upp á nýja vídd í starfsemi tónlistarskóla og vera hvetjandi innlegg bæði fyrir kennara og nemendur í starfi sínu.
o Að efla faglegt starf.
o Að standa fyrir faglegri og skemmtilegri tónlistarhátíð þar sem tónlistarnemendur fá viðurkenningu fyrir afrakstur vinnu sinnar og frammistöðu.
o Að stuðla að auknu samstarfi tónlistarkennara og –skóla.

• Að auka sýnileika og hróður tónlistarskóla á Íslandi.
o Að skapa vettvang sem virkjar tengsl tónlistarskóla við umhverfi sitt."

Myndir frá uppskeruhátíðinni árið 2010 má finna þá þessari slóð.