Fara í efni

Kornsáning í Kelduhverfi

Í Kelduhverfi hefur verið stunduð kornrækt í nokkur ár.  Ekki er ræktunin í mjög stórum stíl en þó hafa þeir sem hana stundað hvorki fengið of litla né of mikla uppskeru.  Fimmtudaginn 26. apríl var svo sáð í akurinn, er hann um 2 hektarar og staðsettur á flötunum við Fjöll.  Í þetta sinnið var gerð tilraun með að nota dreifsáningu með kastdreifara í stað raðsáningar með sáningarvél Landgræðslunnar. Verður spennandi að sjá hvort einhver munur verður á árangri nú og á fyrri árum.  Allavega fer þetta vel af stað, rigningarskúri gerði sama dag rétt eins og pantað var.Í Kelduhverfi hefur verið stunduð kornrækt í nokkur ár.  Ekki er ræktunin í mjög stórum stíl en þó hafa þeir sem hana stundað hvorki fengið of litla né of mikla uppskeru.  Fimmtudaginn 26. apríl var svo sáð í akurinn, er hann um 2 hektarar og staðsettur á flötunum við Fjöll.  Í þetta sinnið var gerð tilraun með að nota dreifsáningu með kastdreifara í stað raðsáningar með sáningarvél Landgræðslunnar.

Verður spennandi að sjá hvort einhver munur verður á árangri nú og á fyrri árum.  Allavega fer þetta vel af stað, rigningarskúri gerði sama dag rétt eins og pantað var.