Fara í efni

Kræklingabændur á Skjálfanda

Húsvíkskir kræklingabændur hafa staðið í ströngu undanfarna daga við að flokka kræklingalirfur og koma þeim í svokallað sokka sem þeir setja svo aftur í sjó til áframeldis.  Húsvíkskir kræklingabændur hafa staðið í ströngu undanfarna daga við að flokka kræklingalirfur og koma þeim í svokallað sokka sem þeir setja svo aftur í sjó til áframeldis. 
Það eru tvö nýstofnuð fyrirtæki hér á Húsavík sem stunda þessa tilraunaræktun og eru þau með línurnar í Saltvík, við Kaldbaksnef og í Héðinsvík.


Þetta eru fyrirtækin Víkurskel ehf. sem Kristján Phillips og Geir Ívarsson standa að og Sæskel ehf. sem Þorgrímur Jóel Þórðarson, Heiðar Gunnarsson og Þórir Gunnarsson standa að. Góð samvinna er á milli þeirra og hafa kapparnir nú tekið höndum saman og vinna sameiginlega að því að gera þessa kræklingaræktun að arðbærum atvinnuvegi.

Þessi tilraun þeirra í kræklingaræktunninni fer þannig fram að lagðar eru út til þess gerðar línur sem reynt er að hafa á c.a sex metra dýpi til þess að sleppa við áhrifin þegar mikinn sjó gerir í vondum veðrum. Línurnar hafa nú  legið í um eitt ár og safnað kræklingslirfunum og þá eru lirfurnar teknar af og settar í sokka. Akkúrat það sem þeir félagar eru að gera þessa dagana. Þeir eru með fjórar línur í sjó sem hver um sig gæti gefið um sex tonn af kræklingi en uppskeran kemur í ljós þegar sokkarnir verða teknir á land næsta sumar. Þá verður skelin orðin fullþroska og markaðshæf og sagði Kristján Sölkuveitingar sýna þessu áhuga og áætli að hafa kræklinginn á matseðli sínum.

Jóel sagði þessa tilraunaræktun þeirra ekki hafa gengið áfallalausa fyrir sig til þessa. Framhaldið lofi þó góðu og ef komandi vetur verður áfallalaus verða þeir búnir að sýna að þetta er hægt fyrir opnu hafi eins á á Skjálfanda.

Það verður spennandi að fylgjast með framgangi þessarar atvinnugreinar og ljóst að ef vel tekst til getur ræktun og vinnsla á kræklingi orðið áhugaverður atvinnurekstur og skapað atvinnu á Húsavík.

heimild: http://www.640.is/