Kveikt í húsum á Raufarhöfn
29.03.2007
Tilkynningar
Slökkvilið Raufarhafnar æfði sig í slökkvistörfum með því að kveikja í tveimur
íbúðarhúsum sem staðið hafa auð um skeið og voru orðin óíbúðarhæf. Húsin eru annars vegar Árblik og Kveldblik
og hins vegar Bakki. Árblik var byggt 1930 en Kveldblik sem var áfast Árbliki var byggt 1945. Bakki var byggður 1930 en viðbyggingar við húsið gerðar
síðar. Húsin voru í eigu Norðurþings.
Í slökkviliði Raufarhafnar eru nú 7 virkir slökkviliðsmenn og var þetta kærkomin æfing fyrir þá
þar sem ekki hefur verið útkall síðan í ágúst 2005 . Slökkviliðsstjóri er Óskar Óskarsson.
Slökkvilið Raufarhafnar æfði sig í slökkvistörfum með því að kveikja í tveimur íbúðarhúsum sem staðið hafa auð um skeið og voru orðin óíbúðarhæf. Húsin eru annars vegar Árblik og Kveldblik og hins vegar Bakki. Árblik var byggt 1930 en Kveldblik sem var áfast Árbliki var byggt 1945. Bakki var byggður 1930 en viðbyggingar við húsið gerðar síðar. Húsin voru í eigu Norðurþings.
Í slökkviliði Raufarhafnar eru nú 7 virkir slökkviliðsmenn og var þetta kærkomin æfing fyrir þá þar sem ekki hefur verið útkall síðan í ágúst 2005 . Slökkviliðsstjóri er Óskar Óskarsson.