Kvenna Ráð - tónleikar á Kópaskeri og Raufarhöfn
18.08.2020
Tilkynningar
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, sellóleikari, og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, orgelleikari, halda í tónleikareisu um Norðausturland og halda tónleika í Þorgeirskirkju, Dalvíkurkirkju, Grenivíkurkirkju, Þórshafnarkirkju, Raufarhafnarkirkju, Snartarstaðakirkju, Hríseyjarkirkju og Akureyrarkirkju. Á efnisskránni eru
verk eftir kventónskáld sem spanna barokktímann, íslenskan nútíma og frumflutning nýrra verka, eftir Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur og Arngerði Maríu Árnadóttur.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum.
Uppbyggingarsjóður Norðurlands Eystra, Norðurorka, Tónlistarsjóður og Listvinafélag Akureyrarkirkju styrkja verkefnið.
Tónleikastaðir:
þri 17. mars kl. 20:00 - Þorgeirskirkja, Ljósavatnsskarði
mið 18. mars kl. 12:00 - Dalvíkurkirkja
fim 19. mars kl. 20:00 - Grenivíkurkirkja
fös 20. mars kl. 20:00 - Þórshafnarkirkja
lau 21. mars kl. 16:00 - Raufarhafnarkirkja
lau 21. mars kl. 20:00 - Snartarstaðakirkja, Kópaskeri
lau 28. mars kl. 15:00 - Hríseyjarkirkja
þri 7. apríl kl. 20:00 - Akureyrarkirkja