Fara í efni

Kvennakórinn Vox feminae á Akureyri, Dalvík og Húsavík

Laugardaginn 2. júní ættu tónlistarunnendur á Akureyri og nærsveitum að taka daginn snemma. Þann morgun munu raddir Kvennakórsins Vox feminae undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur og Kvennakórs Akureyrar undir stjórn Arnórs Brynjars Vilbergssonar hljóma víðsvegar um bæinn. Kvennakórinn Vox feminae kemur fljúgandi norður og hittir söngsystur sínar í Akureyrarkirkju kl. 11:15. Kirkjan verður öllum opin sem vilja hlýða á kórana sameina krafta sína og syngja saman nokkur þeirra verka sem eru á efnisskrá kóranna.

Laugardaginn 2. júní ættu tónlistarunnendur á Akureyri og nærsveitum að taka daginn snemma. Þann morgun munu raddir Kvennakórsins Vox feminae undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur og Kvennakórs Akureyrar undir stjórn Arnórs Brynjars Vilbergssonar hljóma víðsvegar um bæinn. Kvennakórinn Vox feminae kemur fljúgandi norður og hittir söngsystur sínar í Akureyrarkirkju kl. 11:15. Kirkjan verður öllum opin sem vilja hlýða á kórana sameina krafta sína og syngja saman nokkur þeirra verka sem eru á efnisskrá kóranna.

Gestir í sundlaug Akureyrar mega eiga von á heimsókn því þangað heldur hópurinn úr kirkjunni og mun syngja á sundlaugarbakkanum. Um hádegisbilið munu kórarnir rölta syngjandi niður Listagilið gestum og gangandi til yndisauka og enda ef veður leyfir neðst í kirkjutröppunum þar sem kórkonur munu einnig taka lagið úti undir berum himni.

Frá Akureyri liggur leið Vox feminae til Dalvíkur, kórinn heldur tónleika í Dalvíkurkirkju kl. 17:00 þennan dag. Á efnisskránni eru trúarleg verk ásamt íslenskum og erlendum þjóð- og söngperlum.

Á sjómannadaginn, sunnudaginn 3. júní kl. 17:00, syngur kvennakórin Vox feminae á tónlistarhátíð í Húsavíkurkirkju í tilefni 100 ára afmælis kirkjunnar.