Fara í efni

Kynning á breytingu á aðalskipulagi Norðurþings og gerðu deiliskipulagi fyrir fiskeldi á Röndinni á Kópaskeri.

Byggðaráð Norðurþings, að tillögum skipulags- og umhverfisnefndar, samþykkti á fundi sínum þann 25. júlí 2017 að kynna skipulags- og matslýsingu skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 og skv. 1. mgr. 40. gr. sömu laga vegna gerðar nýs deiliskipulags á Röndinni á Kópaskeri.  Fyrirhuguð breyting fælist í að athafnasvæði A3 (4,3 ha) skv. Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 yrði breytt í iðnaðarsvæði þar sem gert væri ráð fyrir fiskeldi.  Deiliskipulag miði að því að skilgreina nánar hvernig heimilt verði að nýta svæðið.

 

Skipulags- og matslýsing þessi er nú hér til kynningar á heimasíðu Norðurþings auk þess sem hún hangir upp á skrifstofum Norðurþings á Húsavík og Kópaskeri. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 30. september 2017.  Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (gaukur@nordurthing.is).

Hér má nálgast aðalskipulagsbreytinguna og nýtt deiliskipulag