Fara í efni

Kynning á tillögu að aðalskipulagi

Mánudagskvöldið 8. febrúar nk. verður tillaga að Aðalskipulagi Norðurþings 2009-2029 kynnt á opnum fundi á Húsavík. Farið verður yfir tillögu að stefnu á helstu sviðum sveitarfélagsins að því er tekur til skipulagsmála í dreifbýli og þéttbýli.

Mánudagskvöldið 8. febrúar nk. verður tillaga að Aðalskipulagi Norðurþings 2009-2029 kynnt á opnum fundi á Húsavík. Farið verður yfir tillögu að stefnu á helstu sviðum sveitarfélagsins að því er tekur til skipulagsmála í dreifbýli og þéttbýli.

Ráðgert er að auglýsa aðalskipulagstillöguna í mars í samræmi við skipulags- og byggingarlög og gefst þá kostur á að skoða hana nánar á skrifstofum og vef sveitarfélagsins og gera athugasemdir innan tilskilins frests.

Kynningarfundurinn verður haldinn í sal Borgarhólsskóla kl. 20:00 mánudagskvöldið 8. febrúar 2010

Allir velkomnir

 

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings