Kynning á tillögu að deiliskipulagi skólasvæðis á Húsavík í Norðurþingi
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur ákveðið að kynna tillögu að deiliskipulagi fyrir skólasvæðið á Húsavík. Skipulagssvæðið er um 5 ha. að flatarmáli og er tilgangur skipulagsins að ákvarða uppbyggingarmöguleika á svæðinu til framtíðar. Viðfangsefni skipulagsins eru m.a. að skipuleggja skólasvæðið þannig að heimild skapist til að byggja við íþróttahöllina. Einnig er horft til mögulegarar viðbyggingar við Borgarhólsskóla og nýbyggingu austan framhaldsskólans. Í skipulagstillögunni eru lóðir afmarkaðar og skilgreindir byggingarskilmálar.
Með vísan til 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 verður skipulagstillagan kynnt á opnu húsi í aðalfundarsal stjórnsýsluhúss á Húsavík mánudaginn 27. mars n.k. milli kl. 10-12. Skipulagstillagan er einnig kynnt á vef Norðurþings (nordurthing.is). Þeim sem óska frekari upplýsinga um fyrirliggjandi skipulagstillögu er bent á að senda fyrirspurn á skipulagsfulltrúa á póstfangið gaukur@nordurthing.is eða í síma 464-6100. Skipulagstillagan verður aðgengileg á vef Norðurþings til 3. apríl 2023. Tekið verður á móti skriflegum athugasemdum/ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti á nordurthing@nordurthing.is til og með 3. apríl 2023.
Hér má sjá lesa greinargerð með skipulags- og bygginarskilmálum - Húsavík - Skólasvæði
Hér má sjá tillögu að deiliskipulagi skólasvæðis