Fara í efni

Kynning á Vinnuskóla sumarið 2007.

Samþykkt var á fundi fjölskyldu- og þjónustráðs Norðurþings eftirfarandi skipulag á Vinnuskóla sveitarfélagsins sem tekur gildi sumarið 2007.    

Samþykkt var á fundi fjölskyldu- og þjónustráðs Norðurþings eftirfarandi skipulag á Vinnuskóla sveitarfélagsins sem tekur gildi sumarið 2007.

 

 

Vinnuskóli á Raufarhöfn og Kópaskeri: nemendur sem eru að ljúka 7. 8. 9. og 10. bekk geta sótt um vinnu hjá Vinnuskóla sveitarfélagsins. Vinnutími verður eftirfarandi: frá 11. júní til 10. ágúst, unnir eru fjórir tímar á dag, nemendur úr 9. og 10. bekk geta unnið allar vikurnar en nemendur úr 7. og 8. bekk geta unnið fjórar vikur. Nemendur úr 7. og 8. bekk geta valið þessar fjórar vikur á fyrrgreindu tímabili en verða að velja heilar vikur( frá mánudegi til föstudags). Æskilegt er að þau vinni eina viku fyrir hádegi en aðra eftir hádegi þ.e. víxlist vikulega.

Vinnuskólinn á Húsavík verður með sama hætti hvað varðar tímabil og fjölda vinnutíma en einungis nemendur úr 8. og 9. bekk geta sótt um vinnu.

Verkefni Vinnuskóla eru eftirfarandi, unnið er að snyrtingu sveitarfélagsins, hreinsun bæjarlands, kantskurði og hreinsun beða, gróðursetningu o.fl. sem hentar þessum aldri.

Ekki verður unnið með vélknúnin tæki.

Lögð verður áhersla á aukna samvinnu milli Vinnuskóla í sveitarfélaginu bæði hvað varðar verkefni, námskeið, ferðir og skemmtun.

Foreldrar og tilvonandi nemendur eru beðnir að skoða þetta nýja skipulag vel.

            Sveinn Hreinsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja og félagsstrafs.