Fara í efni

Kynning: endurskoðun á deiliskipulagi Stórhóls Hjarðarholts og nýtt deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæði við Aksturslág.

Sveitastjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum 28.05.2024 að kynna skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030, endurskoðunardeiliskipulags og nýs deiliskipulags. Lýsingin er unnin skv. 1. mgr. 30 gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Breyting aðalskipulags felst í aukningu þéttleika þéttleika íbúðarbyggðar á svæðinu frá Garðarsbraut upp að Baughóli sunnan Hjarðarhóls. Ennfremur er horft til nýs þjónustureits í Aksturslág þar sem heimila mætti m.a. uppbyggingu stórrar matvöruverslunar. Skipulagslýsingin nær einnig til deiliskipulags sömu svæða.

Skipulagslýsing þessi er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is) auk þess sem hún hangir uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Kynningartími skipulagslýsingarinnar er frá 6. júní til og með 4. júlí 2024. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 4. júlí 2024. Tekið verður á móti ábendingum á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (skipulagsgatt.is) undir málsnúmerum 658/2024, 659/2024, 660/2024.

Hér má sjá endurskoðun á deiliskipulagi Stórhóls Hjarðarholts

 

Húsavík 29. maí 2024

Skipulagsfulltrúi Norðurþings