Fara í efni

Kynning skipulags- og matslýsinga vegna breytingar aðalskipulags Norðurþings

Kynning skipulags- og matslýsinga vegna breytingar aðalskipulags Norðurþings og samsvarandi deiliskipulags fyrir efnistökusvæði í Skurðsbrúnum norðan Húsavíkur

Bæjarstjórn Norðurþings, að tillögum skipulags- og byggingarnefndar, samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar 2015 að kynna skipulags- og matslýsingar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 og skv. 3. mgr. 40. gr. vegna nýs deiliskipulags fyrir efnistökusvæði í Skurðsbrúnum norðan Húsavíkur.  Ætlað er að skipulagstillögur fjalli um töku allt að 149.900 m³ af klapparefni á allt að 49.500 m² svæði.  Ný efnisnáma kæmi í stað þeirrar námu sem skilgreind er í gildandi aðalskipulagi undir merkingunni E26 og fær hennar auðkenni.  Vegtenging úr námu til þjóðvegar félli saman við fyrirhugaðan línuveg háspennulínu að Bakka.

 

Skipulags- og matslýsingar þessar eru nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is). Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsingarnar er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 9. mars 2015.  Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (gaukur@nordurthing.is).

 

Ennfremur er boðað til kynningarfundar skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga á tillögum að ofangreindum skipulögum ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslum á opnu húsi í fundarsal bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, þriðjudaginn 3. mars n.k. milli kl. 14 og 16. 

 

 

Húsavík 23. febrúar 2015

Gaukur Hjartarson

Skipulags- og byggingarfulltrúi