Kynning skipulags- og matslýsingar vegna deiliskipulags Akursels, Norðurþingi
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 27. október 2022 að kynna skipulags- og matslýsingu skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir Akursel í Norðurþingi. Landareignin Akursel var keypt í tengslum við fiskeldisstöðvar skammt frá með það að markmiði að tryggja stöðinni aðgengi að sjó, auðvelda losun lífrænna efna og nýta til landgræðslu og hefja kolefnisjöfnun rekstursins. Svæðið er um 1.350 ha. á stærð og er fyrirhugað að skipta henni í tvö deiliskipulagssvæði, norður- og suðurhluta.
Skipulags- og matslýsing þessi er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is) auk þess sem hún hangir uppi á skrifstofum Norðurþings á Húsavík og Kópaskeri. Kynningartími skipulags- og matslýsingar er frá 3. nóvember til og með 24. nóvember 2022. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 24. nóvember 2022. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti á nordurthing@nordurthing.is
Deiliskipulag Akursels - Skipulags- og matslýsing
Húsavík 31. október 2022
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings